Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Barcelona hefur lagt fram þriðja tilboð sitt í vængmanninn Willian hjá Chelsea. Spænska liðið er tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Brassann. (Sky)
Real Madrid ætlar að leggja fram 112 milljóna punda í Eden Hazard, leikmann Chelsea en það verður opnunartilboð liðsins. (Evening Standard)
Crystal Palace hefur skellt 70 milljóna punda verðmiða á Wilfried Zaha sem er á óskalista Everton og Borussia Dortmund. (Sun)
Everton hefur lagt fram 22 milljóna punda tilboð í bakvörðinn Lucas Digne sem spilar með Barcelona. (Mirror)
Mauro Icardi, leikmaður Inter, er aftur kominn á óskalista Real Madrid sem vill fylla skarð Cristiano Ronaldo. (Mail)
Roma hefur boðið 31 milljón punda í Malcom, leikmann Bordeaux sem er einnig á óskalista Everton. (Sky Sports)
Chelsea mun reyna við miðjumann Juventus, Miralem Pjanic sem og þá Daniele Rugani og Gonzalo Higuain, samherja hans hjá Juve. (Sun)