fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Skyscraper: Steini hangir og hrapar

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar velgengni einnar ástsælustu jólahasarmyndar allra tíma, Á tæpasta vaði, fylgdi aragrúi af hressum og vitaskuld misgóðum eftirlíkingum. Við fengum Die Hard á skipi (Under Siege), Die Hard á fjalli (Cliffhanger), Die Hard í flugvél (Passenger 57, Air Force One), Die Hard á íshokkíleik (Sudden Death), Die Hard í Hvíta húsinu (Olympus Has Fallen/White House Down). Listinn er endalaus.

Hasarmyndin Skyscraper smellir uppskrift jólaklassíkurinnar í blandara með hinni ódauðlegu The Towering Inferno og matreiðir samsuðu sem er sérstaklega sniðin að þeim sem finnst þær fyrrnefndu vera of hægar eða jarðbundnar.

Það fer ekki á milli mála að Dwayne Johnson, hvort sem hann gengur undir nafninu The Rock, Kletturinn, Steini eða Bergur, er hreint stórmerkileg fígúra. Á ýmsan hátt virkar hann eins og Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis (blessuð sé minning ferils þeirra beggja) upprúllaðir í einn mann, nema með miklu stærra bangsahjarta og sýndarmennska hans er á allan hátt meira sjarmerandi.

Steini kann að leggja sig allan fram og hefur fullkomnað tæknina við að halda andliti með slæmt handrit að vopni. Nærvera mannsins hefur alltaf einhverju við að bæta, en Skyscraper er ein angandi klisjugeymsla þar sem spennufiðringur áhorfandans víkur fyrir sýniþörf og sem fer beint eftir bókinni. Eitt það jákvæða við þennan stökkglaða stjörnufans Steina er að fyrirmyndir myndarinnar koma enn betur út í samanburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt að horfa á stærri menn með kærustunni í kynlífspartýjum

Erfitt að horfa á stærri menn með kærustunni í kynlífspartýjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Malcolm in the Middle stjarna mynduð í fyrsta skipti í 18 ár

Malcolm in the Middle stjarna mynduð í fyrsta skipti í 18 ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að allar konur ættu að geta gert þetta margar armbeygjur – Sunneva sýndi hvað hún gat

Læknir segir að allar konur ættu að geta gert þetta margar armbeygjur – Sunneva sýndi hvað hún gat
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“