fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025

Íslendingar söfnuðu fyrir aðgerð spánsks villikattar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veronica Monique stundar dýralæknanám í Valencia á Spáni. Þar er mikið af heimilislausum dýrum, öll athvörf full og að hennar sögn lítill vilji hjá stjórnvöldum til að breyta ástandinu. Veronica hefur samhliða náminu gert sitt besta til að hjálpa. Nýlega leitað hún til kattaunnenda á Íslandi í Facebook-hópnum Spottaði kött, þar sem villiköttur í götunni hennar þurfti á aðgerð að halda.

Kóngur hverfisins, eins og hann er kallaður, er um 12 ára, en hefur verið yfirgefinn í 10 ár. „Hann er mikill karakter, með ónýta afturlöpp, hálft skott og það er bara ótrúlegt að hann hefur náð að lifa allan þennan tíma!“

Kóngur var kominn með alvarlega tannholdsbólgu, ónýtar tennur og mikla sýkingu. Því þurfti hann að komast í aðgerð til að ónýtar tennur yrðu fjarlægðar og til að fá lyfjameðferð, en aðgerðin kostaði um 100 þúsund.

„Þessi köttur eins og öll önnur dýr, á skilið gott líf en ekki að deyja kvalafullum dauða á götunni. Getið þið hjálpað mér að hjálpa honum?“ spurði Veronica kattaunnendur sem brugðust fljótt við og safnaðist fyrir aðgerðinni og ríflega það. Því mun Kóngur hverfisins ríkja áfram heill heilsu, þökk sé kattaunnendum sem láta landamæri ekki stöðva sig til að bjarga vinum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Kemur Trent til varnar
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einlægur Mikael Egill segist eiga foreldrunum mikið að þakka – „Voru mjög ung þegar þau áttu mig“

Einlægur Mikael Egill segist eiga foreldrunum mikið að þakka – „Voru mjög ung þegar þau áttu mig“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim viðurkennir að óvissa ríki

Amorim viðurkennir að óvissa ríki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er staðan varðandi Rashford í dag – Lán líklegasta niðurstaðan

Svona er staðan varðandi Rashford í dag – Lán líklegasta niðurstaðan
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn

Hugh Jackman staðfestir loksins orðróminn
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Aubrey Plaza tjáir sig eftir sviplegan dauða eiginmannsins

Aubrey Plaza tjáir sig eftir sviplegan dauða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.