fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Á sama tíma þarf fólkið mitt að vaða hland upp í hné“ – Svona er salernisaðstaðan á Þingvöllum degi fyrir hátíðarþingfund

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun fer hátíðarþingfundur Alþingis fram á Þingvöllum, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Þangað er fjölda manns boðið, forseta Íslands, þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna, Alþingismönnum og fleirum.

Kostnaðurinn mun nema um 70-80 milljónum króna og engu til sparað.

Það skýtur því skökku við að á sama tíma er almennum gestum Þingvalla boðið upp á aðstöðuna sem myndbandið sýnir, salerni sem eru yfirfull af mannaskít og pappír.

Í samtali við DV segir Baldvin rútubílstjóri, sem tók myndbandið, að aðstaðan sé svona alla daga, ekki sé um tilfallandi ástand að ræða. „Þetta er magnað að upp í toppi eru salerni þar sem kostar 200 kr. fyrir mann. Samt erum við að borga rútugjald fyrir hverja rútu, 1.500-3.000 kr. Einu fríu salernin hér eru þessir kamrar og þau eru alltaf yfirfull og ég hef aldrei séð starfsmann fara þar inn.“

Verið er að setja upp kamra á fleiri stöðum og reipi samkvæmt Baldvini og því má ætla að sú aðstaða verði í boði fyrir gesti hátíðarþingfundarins.

„Hér eru herir manns að setja upp alls konar aðstöðu og á sama tíma þarf fólkið mitt að vaða hland upp í hné.“

Á veturna eru engir kamrar á staðnum, á sumrin er aðstaðan svona og segist Baldvin vera farinn að benda þeim ferðamönnum sem hann keyrir að nota aðstöðuna á Geysi, þar eru almennileg salerni og minni raðir.

„Klósettin eru á heimsmælikvarða hvað þau eru ógeðsleg á Þingvöllum.“

Segist Baldvin skilja að ekki sé hægt að leggja lagnir niður Almannagjána, en hins vegar megi sinna aðstöðunni betur, bæði hvað varðar tæmingu og þrif. Einnig sé aðstaðan af skornum skammti fyrir gesti Þingvalla, því fá salerni séu á svæðinu.

Kamrarnir eru merktir Gámaþjónustunni og segir starfsmaður fyrirtækisins í símtali við DV að þeir séu leigðir út og síðan sé það á ábyrgð leigutaka að óska eftir tæmingu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði