FIFA hefur nú opinberað besta lið HM í Rússlandi en þar fá þeir leikmenn sem stóðu sig best viðurkenningu fyrir sína frammistöðu.
Það er óhætt að segja að lið FIFA sé á milli tannanna á fólki en margir undra sig á valinu.
Það vekur athygli að þeir Paulinho og Neymar, leikmenn Brasilíu fái pláss en þeir þykja ekki hafa staðið sig svo vel á mótinu.
Paul Pogba og N’Golo Kante unnu til að mynda mótið með Frökkum en hvorugur þeirra fær pláss á miðjunni.
Harry Maguire, varnarmaður Englands, þótti einn besti varnarmaður mótsins en hann fær ekki pláss. Dejan Lovren hjá Króatíu er í hjarta varnarinnar ásamt Raphael Varane.
Báðir bakverðir liðsins eru enskir en það eru þeir Kieran Trippier og Ashley Young.
,,Hvað eru þeir að gera þarna?“ skrifar einn um liðið en fólk virðist undra sig á því að leikmenn á borð við Kante, Pogba, Maguire, Kevin de Bruyne og fleiri hafi ekki fengið pláss.
Hér má sjá liðið umdeilda.