Heimir Hallgrímsson er hættur með íslenska landsliðið en hann staðfesti þær fregnir sjálfur í dag.
Heimir náði frábærum árangri með landsliðið og kom liðinu bæði á EM og á HM en Lars Lagerback var einnig með Heimi á EM.
Það verður erfitt að finna mann í stað Heimis en samband hans við leikmenn og stuðningsmenn er frábært.
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsstjarna, mun sakna Heimis og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.
Gylfi setti inn færslu á Instagram í dag þar sem hann segir að síðustu sjö ár hafi verið ógleymanleg.
Hér má sjá færslu Gylfa.