Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United mun missa af Gareth Bale í sumar en hann verður lykilmaður hjá nýjum stjóra Real Madrid, Julen Lopetegui á næstu leiktíð. (Metro)
Manchester City er ekki tilbúið að borga þær 80 milljónir sem Real vill fá fyrir Mateo Kovacic. (Sky)
Chelsea er í viðræðum við Juventus um að kaupa framherjann Gonzalo Higuain á 53 milljónir punda. (Evening Standard)
Monaco hefur lagt fram tilboð í miðjumanninn Aleksandr Golovin sem spilar með CSKA Moskvu. (Sport Express)
Southampton hefur ekki áhuga á að fá Danny Ings, 25 ára gamlan framherja Liverpool. (Daily Echo)
Framtíð framherjans Danny Welbeck hjá Arsenal er í hættu eftir komu Unai Emery til félagsins. (Telegraph)
Ahmed Musa, leikmaður Leicester, gæti verið á leið til Sádí Arabíu fyrir 40 milljónir punda. Al Nassr hefur mikinn áhuga. (Leicester Mercury)
Moussa Dembele, leikmaður Tottenham, er á óskalista tyrknenska félagins Fenerbahce. (Fanatik)