Við fengum fjölmörg frábær mörk á HM í sumar en boðið var upp á virkilega mikla skemmtun í Rússlandi.
Því miður er mótinu nú lokið en Frakkland varð heimsmeistari á sunnudag eftir sigur á Króatíu.
Búið er að verðlauna þá leikmenn sem stóðu sig best á mótinu en Luka Modric fékk gullboltann að þessu sinni.
Nú er rætt um hvaða mark hafi verið best í mótinu og virðast margir sammála um það að Benjamin Pavard eigi að fá þann titil.
Pavar skoraði stórbrotið mark fyrir Frakkland í 16-liða úrslitum er liðið vann 4-3 sigur á Argentínu.
Hér fyrir neðan má sjá mark Pavard. Er þetta besta mark mótsins?