fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Taílensk matargerð eins og hún gerist best

Kynning

Ban Thai, Yummi Yummi og Nana Thai

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Boonchang fluttist til Íslands frá Taílandi árið 1987. Örfáum árum síðar opnaði hann Ban Thai, á Laugavegi 130, rétt fyrir ofan Hlemm, sem lengi hefur verið talinn einn besti taílenski staður landsins – ef ekki sá besti. En Tómas rekur fleiri staði, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og einnig í gamla heimalandinu, Taílandi. Dagana 12. til 21. september verður Ban Thai lokað vegna leyfa og þá daga er kjörið að heimsækja Yummi Yummi, sem er beint á móti Banthai, að Hverfisgötu 123, eða Nana Thai sem er í Skeifunni 4.

Tómas vill gjarnan láta koma fram að þjónustan sé mun hraðari á þessum tveimur stöðum en á Ban Thai. Gestir á Ban Thai geri sumir sér ekki alltaf grein fyrir því að þar sé hæg matreiðsla, enda sitja gestir þar gjarnan lengi í huggulegu umhverfi og njóta matarins. Ban Thai er ekki skyndibitastaður heldur fínn, taílenskur veitingastaður.

Meirihluti þeirra sem koma á Yummi Yummi sækir matinn sinn og segir Tómas að margir sem vinna í nágrenninu sæki sér hádegismat og fari með hann í vinnuna. Hins vegar er búið að stækka staðinn og núna er hægt að sitja til borðs í litlum en huggulegum sal, til dæmis úti við glugga, með útsýni yfir nágrennið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vinsælasti rétturinn á Yummi Yummi er steiktar hrísgrjónanúðlur. Nokkrir aðrir mjög ljúffengir réttir eru í boði en nýja matseðilinn má sjá á vefsíðunni yummy.is

Yummi Yummi er opinn virka daga frá kl. 11.30 til 21 og um helgar frá 17 til 22. Síminn er 588-2121.

Nana Thai er öllu stærri staður, í Skeifunni 4, mjög vinsæll og með orð á sér fyrir mjög góðan taílenskan mat. Nana Thai er fjölsóttur af vinnandi fólki í Skeifunni og miklu víðar, en líka af öðrum. Karríréttir, fiskréttir, grænmetisréttir, steikt hrísgrjón og núðlur ásamt fjölmörgum öðrum réttum eru í boði. Meðal annars eru matseðlar fyrir tvo til fimm sem geta þá skipt á milli sín nokkrum réttum og upplifað mjög fjölbreytta máltíð.

Ef þú elskar Ban Thai þá ættir þú endilega að prófa Nana Thai!

Nánari upplýsingar um matseðli Nana Thai er að finna á vefsíðunni banthai.is

Nana Thai er opinn virka daga frá kl. 11.30 til 21 og um helgar frá 17 til 21. Síminn er 588-1818.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ban Thai er rómaður taílenskur veitingastaður á Laugavegi 130, rétt fyrir ofan Hlemm, sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Orðspor staðarins hefur borist víða og margir heimsfrægir einstaklingar hafa snætt á Ban Thai. Matreitt er úr fersku hráefni og er allt eldað frá grunni. Allur matur er eldaður eftir pöntun og því er enginn matur tilbúinn fyrirfram. Ekki er notað MSG eða önnur aukaefni í matinn.

Tímaritið Reykjavík Grapevine valdi Ban Thai besta taílenska veitingastaðinn á Íslandi árin 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016. Þá valdi DV staðinn sem einn af tíu bestu veitingastöðum landsins árið 2011.

Staðurinn er opinn virka daga frá kl. 18 til 22 og um helgar frá kl. 18 til 23.30.

Ban Thai, Laugavegi 130, Reykjavík, sími 692-0564 og 55-22-444, www.banthai.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni