Karólína Björt Steinþórsdóttir varð sjö ára síðastliðinn laugardag og hélt upp á afmælið sitt.
Hún fékk þá hugmynd að bjóða Guðna Th. Jóhannessyni forseta í afmælið og henni til mikillar gleði mætti hann. Og ekki bara hann einn, heldur eiginkona hans, Eliza Reid og börnin þeirra fjögur líka. Þess má geta að forsetinn þekkti hvorki foreldrana né Karólínu fyrir.
Karólína Björt býr ásamt foreldrum sínum og systkinum á Djúpavogi, en forsetahjónin og börn þeirra voru á ferð fyrir austan til að vera viðstödd opnunarhátíð alþjóðlegu myndlistarsýningarinnar Rúllandi snjótbolti/11 sem var sama dag í Bræðslunni. Guðni Th. var heiðursgestur opnunarhátíðarinnar. Alls taka 28 listamenn frá Íslandi, Evrópu, Ameríku og Asíu þátt í sýningunni sem er skipulögð af Chinese European Art Center (CEAC), sjá nánar hér.
„Við eigum frábæran forseta. Dóttir mín bauð honum í afmælið sitt og auðvitað mætti hann,“ segir Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir móðir Karólínu.