Graeme Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, vonar að lagið ‘Three Lions’ verði aldrei aftur spilað á stórmóti sem England tekur þátt í.
Souness segir að það hafi haft slæm áhrif á liðið að lagið hafi verið endalaust spilað á mótinu í Rússlandi er England hafnaði í fjórða sæti.
,,Fótboltinn er að koma heim,“ sungu stuðningsmenn Englands fyrir og eftir hvern einasta leik en um er að ræða lag sem kom út fyrir EM 1996.
Souness virðist vera orðinn mjög pirraður á þessu lagi og vonar að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, taki á málinu.
,,Ef ég væri Gareth Southgate og væri að gera ritgerðina um mótið í Rússlandi fyrir knattspyrnusambandið þá væri þetta efst á listanum: Aldrei leyfa þetta lag aftur á stórmóti,“ segir Souness.
,,Fótboltinn er að koma heim. Er það? Á England þessa íþrótt? Það held ég ekki.“