Franska landsliðið varð heimsmeistari í dag er liðið vann sigur á Króatíu í úrslitum mótsins.
Frakkar fengu mikið hrós fyrir sína spilamennsku í sumar og unnu Króata í dag nokkuð örugglega, 4-2.
Þetta er í annað skiptið í 20 ár sem Frakkar vinna HM en liðið fagnaði síðast sigri á HM 1998.
Það var mikið fjör eftir leikinn í dag er leikmenn Frakklands fengu að halda á heimsmeistarabikarnum fræga.
Leikmenn fengu myndir af sér með bikarnum, hlupu með hann út um allan völl og gáfu honum kossinn fræga.
Myndir af leikmönnum Frakklands með verðlaunagripinn má sjá hér fyrir neðan.