Franska landsliðið varð í dag heimsmeistari eftir sigur á Króatíu í úrslitum mótsins í Rússlandi.
Það var mikið fagnað eftir leikinn og voru leikmenn skiljanlega í skýjunum eftir úrslitin.
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, var einn af þeim en hann þótti standa sig vel í 4-2 sigrinum á Króötum.
Pogba er þekktur fyrir það að ‘dabba’ mikið þó að það hafi minnkað töluvert undanfarið ár.
Miðjumaðurinn gat þó ekki haldið aftur af sér í dag og ákvað að ‘dabba’ með heimsmeistarabikarinn á vellinum.
Þið heyrðuð það rétt, mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.