Táningurinn Kylian Mbappe fagnar sigri á heimsmeistaramótinu í Rússlandi 2018 en hann er lykilmaður hjá Frökkum.
Frakkland tryggði sér sigur í mótinu í dag en liðið vann 4-2 sigur á Króatíu í virkilega skemmtilegum leik.
Mbappe var einn allra besti leikmaður Frakklands á mótinu en hann er aðeins 19 ára gamall.
Mbappe skoraði þrjú mörk fyrir Frakkland í mótinu og var í dag verðlaunaður fyrir sína frammistöðu.
Mbappe var valinn besti ungi leikmaður mótsins og fær viðurkenningu fyrir sína frammistöðu.