Thibaut Courtois var í dag valinn besti markvörðurinn á HM í Rússlandi.
Courtois stóð sig virkilega vel á mótinu með belgíska landsliðinu og átti margar mjög góðar vörslur.
Courtois fær gullhanskann fyrir sína frammistöðu en Belgía komst alla leið í undanúrslit mótsins.
Þar töpuðu Belgar gegn Frökkum en liðið tryggði sér þó þriðja sætið með sigri á Englandi í leiknum um bronsið.
Courtois leikur með Chelsea á Englandi en er sterklega orðaður við brottför til Real Madrid.