Það styttist nú að HM í Rússlandi ljúki en síðasti leikur mótsins, úrslitaleikurinn sjálfur, fer fram á morgun.
Frakkland mætir þá Króatíu í úrslitum en fyrr í dag tryggði Belgía sér þriðja sætið með sigri á Englandi.
Mikið er rætt um hver mun fá gullboltann á HM en sú verðlaun eru afhent besta leikmanni mótsins.
Michy Batshuayi, framherji Belgíu, mun ekki fá gullboltann en vonast til að fá gullstöngina, verðlaun sem hafa ekki verið veitt áður.
Skondið atvik kom upp í leik Englands og Belgíu í riðlakeppni mótsins er Batshuayi þrumaði boltanum í stöngina eftir mark Adnan Januzaj og fékk hann svo beint til baka í andlitið.
Batshuayi hefur mikið gert grín að þessu atvikið og nýjasta færsla hans kom í kvöld.
I dont know but I deserve the Golden Post ?? https://t.co/FJvhcV6Vzp
— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) 14 July 2018
Bring on Batshuayi so he can beat this celebration #BELENG pic.twitter.com/wrHi2AcnTf
— chris w (@zeronineapps) 14 July 2018