Króatía getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn á morgun er liðið mætir Frakklandi í úrslitaleik mótsins.
Ivan Rakitic mun eflaust byrja þann leik fyrir Króata en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Rakitic vill ólmur vinna bikarinn fyrir land og þjóð og myndi hiklaust leggja skóna á hilluna myndi það tryggja Króötum sigur.
,,Ég myndi klárlega leggja skóna á hilluna á mánudag ef það er það sem ég þyrfti að gera til að tryggja þjóðinni minni sigur,“ sagði Rakitic.
,,Þú þarft bara að sjá svipmyndir frá Króatíu til að vita það sem hefur verið í gangi. Gleðin sem er innan fólksins, það eru allir saman og það eru allir stoltir.“
,,Ég tel að við eigum þetta skilið. Þetta eru ekki bara þessir 23 leikmenn og starfsfólkið heldur 4,5 milljónir sem eru heima. Ef það væri völlur hérna sem tæki 4,5 milljónir manns í sæti þá væri hann fullur.“