Belgía 2-0 England
1-0 Thomas Meunier(4′)
2-0 Eden Hazard(84′)
Belgía tryggði sér bronsverðlaun á HM í Rússlandi í dag er liðið mætti Englandi í næst síðasta leik mótsins.
Úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram á morgun klukkan 15:00 þegar Króatía og Frakkland eigast við.
Það voru Belgar sem tryggðu sér þriðja sætið á mótinu í dag en liðið lagði England með tveimur mörkum gegn engu.
Thomas Meunier skoraði fyrra mark Belga strax í byrjun leiks áður en fyrirliðinn Eden Hazard bætti við öðru seint í leiknum.
Þetta var annar leikur liðanna á HM en Belgía vann einnig leikinn í riðlakeppninni, 1-0.