Það ríkir mikil spenna í Króatíu þessa dagana eftir frábæra frammistöðu Króata á HM í Rússlandi.
Króatía er komið alla leið í úrslitaleik mótsins, eitthvað sem ekki margir bjuggust við fyrir keppnina.
Króatía fær mjög erfitt verkefni í lokaleiknum en liðið mætir þar Frakklandi en Frakkar hafa spilað mjög vel í sumar.
Spennan er í hámarki fyrir leikinn og eru allir Króatar stoltir af sínum mönnum enda um frábæran árangur að ræða.
Stjórnmálamenn og konur í Króatíu mættu í vinnuna í króatíska landsliðsbúningnum í gær og sýndu sínu liði stuðning.
Fólksfjöldinn í Króatíu er um fjórar milljónir og standa allir Króatar saman líkt og við Íslendingar eigum til.
Eins og má sjá þá leikur lífið við Króata þessa dagana.