Tvö framleiðslufyrirtæki vestanhafs eru um þessar mundir að þróa sitthvora kvikmyndina um fótboltastrákanna sem festust í hellinum í Taílandi og mögnuðu björgunaraðgerðirnar sem í kjölfarið fylgdu.
Fréttamiðillinn BBC greinir frá því að bandaríska kvikmyndaverið Pure Flix hafi hugað að framleiðslu á kvikmynd skömmu áður en öllum tólf drengjunum var bjargað.
Sjá einnig: Svona var atburðarásin við björgun strákanna úr hellinum – Ótrúlegt björgunarafrek – Tímalína
Hins vegar hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum yfir því hvort Hollywood-framleiðendur taki sér skáldaleyfi með söguna eða breyti kynþætti drengjanna og þjálfara þeirra í aðlöguninni, eins og algengt þykir í bandarískum myndum.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Jon M. Chu hefur verið á meðal þeirra sem krefst þess að Hollywood-framleiðendur segi söguna rétt, skyldi þessi saga verða kvikmynduð. Chu er af kínverskum uppruna og vill sjálfur þróa aðra myndina um atburðina til þess að koma í veg fyrir svokallaða „hvítþvætti“ bransans.
Chu segir á Twitter-síðu sinni:
„Ég neita að leyfa Hollywood að hvítþvo þessa sögu. Ekki séns. Aldrei á okkar vakt. Það mun ekki gerast, því annars er okkur að mæta. Það er falleg saga þarna um mannfólk að bjarga öðru mannfólki. Ef einhver ætlar að segja þessa sögu [í kvikmyndaformi] er eins gott að það sé gert rétt og af virðingu.“
I refuse to let Hollywood #whitewashout the Thai Cave rescue story! No way. Not on our watch. That won’t happen or we’ll give them hell. There’s a beautiful story abt human beings saving other human beings. So anyone thinking abt the story better approach it right & respectfully.
— Jon M. Chu (@jonmchu)