fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Joaquin Phoenix staðfestur sem Jókerinn í nýrri kvikmynd

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix mun leika lykilóvin Leðurblökumannsins, sjálfan Jókerinn, í nýrri kvikmynd frá leikstjóra The Hangover. Um er að ræða sjálfstæða kvikmynd – sem enn hefur ekki fengið nafn – með illmenninu í forgrunni og þykir jafnvel ólíklegt að myrki riddarinn Batman verði þátttakandi í þessari sögu.

Myndin er sögð tilheyra splunkunýjum myndabálki frá hasarblaðaheimi DC Comics og er hermt eftir að hún segi forsöguna að því hvernig Jókerinn varð að þeim alræmda glæpamanni sem flestir þekkja. Þykir einnig líklegt að sagan gerist á níunda áratug síðustu aldar og mun lauslega sækja innblástur í hina frægu teiknimyndasögu The Killing Joke, eftir Alan Moore.

Fréttamiðilinn The Hollywood Reporter staðfestir að Phoenix hafi samþykkt að taka hlutverkið að sér, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Phoenix er orðaður við kvikmynd eftir myndasögu. Upphaflega kom hann til greina í hlutverk Lex Luthor í Batman v Superman: Dawn of Justice, en hafnaði hlutverkinu sem Jesse Eisenberg var síðar ráðinn í. Einnig var hann í viðræðum við Marvel Studios útaf titilhlutverkinu í Doctor Strange en hafnaði hann því einnig.

Jókerinn var síðast leikinn á hvíta tjaldinu af Óskarsverðlauna-hafanum Jared Leto en hlaut hann vægast sagt blendnar viðtökur í hlutverkinu. Þar áður voru það Heath Ledger heitinn og Jack Nicholson sem slógu í gegn sem glæpatrúðurinn frægi ásamt leikaranum Cesar Romero, en hann lék Jókerinn á sjöunda áratugnum þegar Adam West gekk með grímu Leðurblökumannsins.

Leikstjórinn Todd Phillips (The Hangover 1-3, Due Date, War Dogs) mun einnig skrifa handrit myndarinnar ásamt Scott Silver, en þeir hafa staðfest að myndin verði meira í líkingu við lágstemmda glæpamynd frekar en hefðbundna ofurhetjumynd.

Enn er enginn tímarammi kominn á útgáfu myndarinnar, en samkvæmt fréttamiðlinum hefjast tökur í september og útgáfa því líkleg seinni part næsta árs ef vel gengur.

Hér að neðan má sjá ógleymanlega senu með Jókernum í túlkun Ledger.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“