Aron Einar Gunnarsson skrifaði í gær undir nýjan samning við Cardiff City í Wales.
Aron Einar hefur undanfarin sjö ár leikið með Cardiff en hann var áður á mála hjá Coventry.
Landsliðsfyrirliðinn mun leika með Cardiff í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í annað skiptið á ferlinum.
Aron Einar er ekki þekktur markaskorari en hann hefur þó gert 24 mörk í 243 leikjum fyrir Cardiff.
Miðjumaðurinn er með mun verri tölfræði hjá íslenska landsliðinu og hefur gert tvö mörk í 80 leikjum.
Aron kann alveg að skora mörk sem kannski margir gera sér ekki grein fyrir.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af mörkum okkar manns í Cardiff.
Another year for the Ice Man, @ronnimall! ??? pic.twitter.com/u73o8SalLN
— Cardiff City TV (@CardiffCityTV) 10 July 2018