Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, er staddur í fríi þessa stundina fyrir komandi tímabil á Englandi.
Gylfi spilaði vel með íslenska landsliðinu á HM í sumar er strákarnir duttu úr leik í riðlakeppninni.
Gylfi er staddur á Bahamas ásamt kærustu sinni, Alexöndru Helgu áður en hann sýr aftur til Englands að æfa.
Gylfi birti mynd á Instagram í dag þar sem hann greinir frá því að hann hafi beðið kærustu sína um að giftast sér.
,,Hún sagði já,“ skrifaði Gylfi við fallega mynd sem hann birti af parinu saman.
Til hamingju Gylfi og Alexandra en myndina má sjá hér fyrir neðan.