Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur krotað undir nýjan samning við lið Cardiff City.
Þetta var staðfest í dag en Aron hefur verið á mála hjá Cardiff frá 2011 er hann kom til félagsins frá Coventry.
Aron er 28 ára gamall miðjumaður en hann skrifaði undir eins árs langan samning við nýliða ensku úrvalsdeildarinnar.
Aron hafði verið orðaður við brottför en mun nú í annað sinn á ferlinum spila með Cardiff í efstu deild.
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt fast sæti í liði Cardiff síðan hann fór til Wales og hefur leikið yfir 200 leiki fyrir liðið.
Aron er staddur hér á landi en hann krotaði undir samninginn á gamla heimavelli sínum hjá Þór á Akureyri.
Aron birti mynd af sér skrifa undir samninginn í dag á Þórsvelli þar sem hann einmitt hóf ferilinn.
Hér má sjá færslu Arons á Instagram.