fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Hópefli fyrir haustið

Kynning

Fákasel, einstakur staður fyrir hvers kyns skemmtun

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 26. september 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Grímur Bjarnason

Fákasel er óviðjafnanlegur hestagarður þar sem gestir fá að kynnast sérstæðri sögu íslenska hestsins í bland við fjölbreytta skemmtun og notalega stemmningu. „Fákasel býður upp á einstaka upplifun og við sérsmíðum skemmtanir fyrir ýmis konar hópa“, segir Jónína Lýðsdóttir markaðsstjóri hjá Fákaseli. Fyrirtæki, hópar og fjölskyldur geta þannig sett saman sinn eigin viðburð, enda fjölbreytt afþreying í boði. „Við erum í samstarfi við ýmsa skemmtikrafta sem troða upp hjá okkur. Við getum hóað í uppistandara og trúbadora, boðið upp á danskennslu, þrautabraut og ratleiki. Í hlöðunni má síðan búa til þægilega kántrístemningu með trúbador. Vinsælt er í stórum hópum að taka sporið með danskennara í reiðhöllinni en þar er fullkomið hljóðkerfi og risastór HD skjár.“ Eins og sjá má er hægt að setja saman fjölbreytta dagskrá sem uppfyllir mjög mismunandi kröfur. Það sem er sniðugast við þetta allt saman er að það verður óþarfi fyrir hópinn að eyða miklum tíma í rútuferðum á milli staða, því það er allt í Fákaseli.

Mynd: Grímur Bjarnason

Í Fákaseli er einnig veitingastaður þar sem hægt er að hafa sitjandi eða standandi borðhald eftir því sem hentar. Á hverjum degi eru sýningar, bæði stutt sýning á íslenska hestinum og svo aðalsýning sem er á kvöldin klukkan sjö. Um er að ræða annars vegar stórkostlegt 45 mínútna hestaleikhús þar sem 1100 ára sögu íslenska hestsins er ofið saman við þjóðsögur, menningu og norræna goðafræði. Hins vegar er stutt 15 mín sýning á daginn þar sem fegurð og sérstæða íslenska hestsins, sem og samspil hests og manns er í fyrrúmi.

„Hópeflin hafa verið vinsæl í haust og við erum á fullu að bóka hópa. Þar sem við erum með margar vistarverur getum við auðveldlega tekið á móti fleiri en einum hóp í einu. Hér er veitingastaður, notaleg hlaða, stór reiðhöll og risastórt útisvæði. Í raun má segja að Fákasel sé einstakur staður fyrir hvers kyns skemmtun og hópa.“

Fákasel, eða The Icelandic Horse Park, er staðsett á Ingolfshvolli 816 í Ölfus í þriggja til fjögurra mínútna aksturstíma frá Hveragerði.
Hægt er að bóka hópefli og fá nánari upplýsingar í síma +354 483 5050 eða með því að senda tölvupóst á fakasel@fakasel.is. Nánari upplýsingar má svo nálgast á vefsíðu Fákasels

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni