Enska úrvalsdeildin hefst þann 10. ágúst næstkomandi en aðeins rúmlega mánuður er til stefnu.
Fyrsti leikur tímabilsins fer fram á Old Trafford í Manchester en leikið er á föstudegi er einn leikur fer fram.
Manchester United fær þá Leicester City í heimsókn en sá leikur hefst klukkan sjö að kvöldi til.
Á laugardeginum fara svo sex leikir fram og eru þrír leikir á dagskrá á sunnudeginum.
Á sunnudaginn fer fram stærsti leikur fyrstu umferðar en Arsenal mætir þá Manchester City á Emirates-vellinum í stórleik umferðarinnar.
Hér má sjá hvernig fyrsta umferðin lítur út.
Föstudagurinn – 10. ágúst:
19:00 – Manchester United – Leicester City
Laugardagurinn – 11. ágúst:
11:30 – Newcastle – Tottenham
14:00 – Watford – Brighton
14:00 – Fulham – Crystal Palace
14:00 – Bournemouth – Cardiff City
14:00 – Huddersfield – Chelsea
16:30 – Wolves – Everton
Sunnudagurinn – 12. ágúst:
12:30 – Liverpool – West Ham
12:30 – Southampton – Burnley
15:00 – Arsenal – Manchester City