Hvítvín, bækur, góðir vinir? Hvað þarf maður meira? Ást og maka kannski? Bókaklúbburinn fjallar um fjórar vinkonur á besta aldri sem hittast einu sinni í mánuði í bókaklúbbi. Þegar ein þeirra mætir með þríleikinn um Dorian Grey og 50 gráa skugga hans færist fjör í leikinn og tilfinningar og langanir kvikna hjá vinkonunum, eitthvað sem þær héldu að væri ekki fyrir „ellismelli“.
Skemmtileg, „feel-good“-mynd um ástina sem við erum alltaf til í að kynnast, líka þegar við erum orðin „ellismellir“ með fjórum úrvals leikkonum af eldri kynslóðinni.