Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilislækningum bendir á í nýlegum fyrirlestri aðsýni fram á að rafsígarettur séu 95 prósent öruggari heilsu fólks en hefðbundnar sígarettur, og innihaldi jafnframt engin af þeim banvænu eiturefnum sem finna má í hefðbundnum sígarettum. Þá segir hann að samkvæmt sérfræðingum sé nikótín álíka skaðlegt og kaffi. Á meðan bendir Lára G . Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands á það að sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hafi fundist í rafsígarettum. Morgunblaðið greinir frá.
Guðmundur og Lára voru meðal þeirra sem héldu erindi á morgunverðarfundi á vegum samtakanna Náum Áttum þar sem yfirskrift fundarins var „Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?“ Fram kom í erindi Guðmundar að áhrif rafsígaretta væru þau að fólk losnaði alfarið við reykingatengda sjúkdóma. Hins vegar væri afleiddur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið vegna þeirra sjúkdóma 40 milljarðar króna á ári.
Þá benti hann á niðurstöður nýlegrar bandarískrar rannsóknar og sagði þær benda til þess að ungmenni væri í auknum mæli að færast frá hefðbundnum sígarettum yfir í rafsígarettur.
Lára var hins vegar ekki sammála Guðmuni varðandi skaðsemi nikótíns og benti á í erindi sínu að nikótín væri sterkt ávandabindandi efni, sem meðal annars valdi fósturskaða á meðgöngu. Þá sagði hún nikótínmagn í sígarettum oft meira en gefið væri upp.
„Rafsígaretturnar eru bissness. Rannsóknir sýna að ef unglingar sjá auglýsingar með þeim eru þeir líklegri til að byrja að prófa“
sagði Lára einnig og þá benti hún á að rafsígarettur innihalda nikótín sem sé unnið úr sömu laufum og tóbak.