Jarðskjálfti að stærð 7,2 varð rétt í þessu undan ströndum Nýja Sjálands. Skjálftinn átti sér stað norðaustur af Gisborne og fannst hann víða um Norðurey Nýja Sjálands.
Skjálftinn átti sér stað um 16.40 að staðartíma en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum eða slysum. Átti skjálftinn upptök sín á um 30 kílómetra dýpi.
Almannavarnir funda nú vegna mögulegrar flóðbylgju. Fram kemur á vef BBC að verið sé að rýma þorp á austurströnd Norðureyjar. Í yfirlýsingu segja Flóðbylgjuvarnir á Kyrrahafi að enginn hætta sé á flóðbylgju vegna skjálftans.
Stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á meginlandi Nýja Sjálands átti sér stað árið 1855 og var hann að stærð 8,2.