Það gerir þetta enn verra fyrir símaeigendur að appið sýnir þeim ekki að myndirnar hafi verið sendar. Þeir komast ekki að þessu fyrr en þeir fá viðbrögð frá móttakendum þeirra.
Sky skýrir frá þessu. Segir fréttastofan að einn eigandi Samsung síma hafi birt færslu á Reddit um málið:
„Um klukkan 2.30 í nótt sendi síminn unnustu minni allar myndirnar úr símanum mínum en ekkert var skráð um þetta í appinu.“
Samsung segir að í nýju uppfærslunni hafi verið sett inn nýr möguleiki sem heimili að afrit af myndum séu sjálfkrafa tekin af Google og hugsanlega sé það uppspretta vandans.
Auk þessa vanda hafa sumir eigendur Samsung Galaxy S9, S9+ og Note 8 lent í því að síminn hefur eytt myndum þeirra.
Í yfirlýsingu frá Samsung segir að notendur ættu að tryggja að appið hafi ekki aðgang að minnissvæði símans en þannig á að sögn að vera hægt að koma í veg fyrir að símarnir sendi myndir í leyfisleysi.