Mjölnismaðurinn Gunnar Nelson mætir Kóreubúanum Dong Hyun „Stun Gun“ Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu sem fer fram í Belfast 19. nóvember næstkomandi.
Í tilkynningu kemur fram að Kim sem er nr. 10 á heimlistanum í veltivigt, tveimur sætum ofar en Gunnar, sé í dag talinn besti bardagamaður frá Asíu en hann hefur verið atvinnumaður í MMA í rúm 12 ár. Er hann með 21 sigur og aðeins 3 töp á ferlinum. Hafa töpin þrjú öll komið gegn bestu mönnum heims í veltivigt, núverandi UFC meistara, fyrrverandi UFC meistara og Demian Maia sem af mörgum er talinn eiga heimtingu á næsta titilbardaga.
„Gunnar er afar spenntur fyrir því að mæta þessum öfluga bardagamanna fyrir fram írsku áhorfendurnar enda nýtur hann mikils stuðnings á Írlandi eins og þekkt er,“ segir Haraldur Dean Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis og umboðsmaður Gunnars.