Þvegillinn, Glósölum 1, Kópavogi
Þvegillinn býður upp á afar vandaða og trausta hreingerningarþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Viðskiptavinahópur fyrirtækisins er mjög fjölbreyttur, allt frá einstaklingum í litlum íbúðum, sem þurfa aðstoð við tiltekt, upp í viðamikil fyrirtæki á borð við álver, sjúkrahús og aðrar stofnanir.
Gunnlaugur Gunnarsson stofnaði Þvegilinn árið 1967 og fyrirtækið hefur starfað á sömu kennitölu allt frá byrjun og er ennþá í eigu sömu fjölskyldunnar. Eigendur þess í dag eru Einar Már Gunnlaugsson húsasmíðameistari og Magnea Júlía Geirsdóttir. Sonur þeirra hjóna, Gunnlaugur Þór Einarsson, hefur starfað hjá fyrirtækinu í rúmlega 15 ár en einnig hafa margir innan fjölskyldunnar byrjað sinn starfsferil þar.
Starfsfólk Þvegilsins býr yfir mikilli verkþekkingu sem hefur skilað sér í fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina. Eigendur fyrirtækisins leggja áherslu á að eiga vönduð og afkastamikil tæki og einnig að nota góð efni til að leysa hvert verkefni á sem bestan hátt. Meðal dæmigerðra verka eru flutningaþrif, hreingerningar á íbúðar- og skrifstofuhúsnæði, húsgagnahreinsun, vélþrif, bónleysing og teppahreinsun. Fyrirtækið á bæði litlar og stórar teppavélar og við þrif á steinteppum er notast við afar öfluga háþrýstivél. Sem fyrr segir er viðskiptavinaflóran fjölbreytt.
„Við tökum sem sagt bæði lítil verkefni eins jólahreingerningar og líka flutningaþrif. Fyrir einstaklinga í litlum íbúðum upp í mjög stór verkefni þar sem þarf að nota vinnulyftur og spjót til að nálgast verkin, en við erum mikið að þrífa skrifstofuhúsnæði eftir breytingar og einnig nýbyggingar,“ segir Einar Már Gunnlaugsson.
En hvað vinna margir hjá fyrirtækinu?
„Þetta er árstíðabundið, á sumrin erum við með 15 til 20 manns í þrifum en á veturna 8 til 10. Við höfum verið heppin með það að sama starfsfólkið hefur verið að koma til okkar sumar eftir sumar þannig að við erum með reynslumikið starfsfólk allan ársins hring. Starfsmannavelta hjá okkur er mjög lítil þrátt fyrir árstíðabundna álagið.“
Þvegillinn tekur ekki að sér daglegar ræstingar í fyrirtækjum heldur sér um það sem er kallað aðalhreingerningar. Þó taka þau að sér þrif á stigagöngum í fyrirtækjum og eru það þá vikuleg þrif frekar en dagleg þrif. Einnig hafa þau farið í sérverkefni í nágrenni við höfuðborgarsvæðið.
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu fyrirtækisins www.thvegillinn.is
Eða með því að hafa samband í síma 544-4446