fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Nýtt lag frá Omotrack: Way Home skírskotun í andstæður heimalanda bræðranna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Omotrack bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir hafa gefið frá sér nýtt lag með tónlistarmyndbandi.

Lagið heitir „Way Home“ og er annað lagið sem kemur út af væntanlegri plötu. Platan mun bera nafnið „Wild Contrast“ og er önnur plata hljómsveitarinnar. Það glitti í eþíópíska menningu og tóna á fyrri plötu þeirra „Mono & Bright” en sú seinni mun ekki einungis tengjast Eþíópíu, þar sem þeir ólust upp, heldur einnig hversdagsleika hér heima á Íslandi.

Tónlistarmyndbandið er framleitt af Arnari Frey Wade Tómassyni og sýnir fegurð Íslands og fjallar um ferðalag heim. En hvað er heim? Nú þegar bræðurnir búa á Íslandi hugsa þeir mikið heim til Eþíópíu, þá helst til þorpsins Omo Rate þaðan sem nafn hljómsveitarinnar er dregið, en þegar þeir bjuggu í Eþíópíu var það einmitt öfugt, hugur þeirra reikaði heim til Íslands. Heiti plötunnar „Wild Contrast“ er skírskotun í andstæður þessara heimalanda þeirra, dregur fram muninn á menningu, umhverfi og tilfinningum.

Lagið Way Home er einnig aðgengilegt á Spotify, ásamt öðrum lögum eftir Omotrack.
Fleira upplýsingar um bandið má finna á omotrack.com

Fleiri upplýsingar um Omotrack má fá á heimasíðu þeirra, Facebooksíðu og Instagram.
Hægt er að hlusta á lög Omotrack, á Spotify og YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna