fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Humar, hrefnukjöt og léttsaltaðir þorskhnakkar vinsæl þrenna

Kynning

Humarsalan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Humarsalan er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á humri fyrir innanlandsmarkað. Fyrirtækið býður verslunum, veitingahúsum, veisluþjónustum og einstaklingum upp á gæðahumar frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. „Við erum sérfræðingar í sjávarfangi og bjóðum aðeins upp á hágæða hráefni,“ segir Guðjón Vilhelm Sigurðsson, eigandi Humarsölunnar.

Humarsalan: Tákn um gæði

Humarsalan var stofnuð í janúar 2004. „Markmið okkar er að bjóða upp á fyrsta flokks humar allt árið um kring og veita fyrirtaks þjónustu,“ segir Guðjón. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var viðskiptavinum einnig boðið upp á steinbíts- og skötuselskinnar, sem njóta mikilla vinsælda. „Orðstír fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt og má með sanni segja að merki Humarsölunnar sé tákn um gæði,“ segir Guðjón.

Hráefni í hæsta klassa

Humarsalan dreifir og selur humar meðal annars frá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. „Við bjóðum aðeins upp á hráefni í hæsta klassa frá öflugustu humarútgerð landsins,“ segir Guðjón. „Það hefur löngum loðað við Hornafjörð að þar sé besta humarinn að fá,“ bætir hann við. Humarsalan selur einnig aðrar afurðir Skinneyjar-Þinganess.

Íslenskt hráefni mjög vinsælt

„Steinbítskinnar og léttsaltaðar þorsklundir njóta orðið sífellt meiri vinsælda, og finnum við fyrir miklum áhuga á íslensku sjávarfangi jafnt hjá veitingastöðum og hinum almenna neytanda.“

Margar nýjungar í gegnum árin

Humarsalan býður upp á mjög mikið úrval af humri með skel og án skeljar, og hefur skelfletti humarinn orðið sífellt vinsælli. Fólk er farið að nota skelfletta humarinn í ótrúlegustu matargerð eins og t.d. ommelettur, pítsur, samlokur og margt fleira. Einnig hafa aðrar íslenskar sjávarafurðir eins og steinbítskinnar, skötuselskinnar, léttsaltaðar þorsklundir, ásamt innfluttu sjávarfangi eins og risarækju, hörpuskel, túnfiski og fleiru, verið mjög vinsælar. Nýjasti vöruliður Humarsölunnar er fyrsta flokks hrefnukjöt og hafa undirtektir verið frábærar.

Á heimasíðunni www.humarsalan.is er gott yfirlit yfir vöruúrvalið og geta viðskiptavinir verslað í gegnum vefverslun fyrirtækisins. Einnig má þar finna fjölmargar uppskriftir af humar og fiskréttum.

Netfang: humarsalan@humarsalan.is. Sími: 867-6677.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni