fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Ragga nagli: „Hverjar eru þínar klappstýrur?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um þá sem letja mann eða hvetja í breyttum lífsstíl.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Hverjir eru þínar klappstýrur á hliðarlínunni á braut heilsunnar?

Segir systir þín: „Gott hjá þér að sleppa súkkulaðinu og fá þér frekar epli.“

Eða segir hún: „Getur þú ekki svindlað á mataræðinu svona einu sinni, það skaðar nú varla að fá sér smá súkkulaði?“

Hvað með vini þína? Eru þeir „já“ manneskjur sem réttlæta svindl og sukk með þér? „Komm on…. Þú getur nú alveg fengið þér pizzu með okkur. Hefur bara gott af því.“

Eða hrósa þeir þér fyrir staðfestu þína, jafnvel smitast af dugnaðinum og hoppa með þér í musteri líkamans í járnsvívirðingar?

Hvernig er stuðningurinn heima við? Ertu í nærandi umhverfi þar sem „hele familien“ tekur þátt í heilsusamlegu lífi og gleðst yfir hollum kvöldmat og sameinast í sprikli.

Eða er heimilið jarðsprengjusvæði þar sem þú ert með sorg og sút og samviskubit grasserandi yfir ræktarferðum og kjúklingaáti?

Segir makinn við þig: „Æi þarftu endilega að fara í ræktina núna? Getum við ekki bara farið á Kennann í kvöld?“

Eða skundar viðhengið með þér í ræktina og skannar netið í leit að girnilegum heilsusamlegum uppskriftum fyrir fjölskylduna?

Hvernig er stemmningin á vinnustaðnum?

Agnúast vinnufélagar út í matarvenjur og hreyfingu hjá hollustumelum.

„Hvernig nennirðu þessu? Nennirðu að hætta með þennan hafragraut, þú lætur mig líta illa út.“

Í stað þess að samgleðjast og hvetja eru neikvæðar athugasemdir látnar falla.

Rannsóknir hafa sýnt að félagslegur stuðningur heima við og í vinahópnum er stór þáttur í að viðhalda fitutapi (Am Journ of Clin Nutr, 52, 800-807)

70% af þeim sem byrja að feta brautina að breyttum lífsstíl gefast upp og falla í sama farið
Getur ein ástæðan verið að fólk sé einfaldlega að friðþægja samferðarfólk sitt með kökuáti og kókdrykkju?

Í nærumhverfi hverjar ræktarrottu og heilsumels eru alltaf þeir sem munu aldrei samgleðjast þér með líkamlegan árangur né styðja þig í heilsusamlegum lífsstíl.

Oftar en ekki er það eigin vanmetakennd yfir sófavermingum og kókslurki. Ef einn krabbi í fötu reynir að klifra upp úr henni toga hinir hann niður. Sama gildir um mannfólkið, þú mátt ekki yfirgefa hjörðina og skara fram úr, þá reyna hinir að toga þig niður til sín.

Það þarf sterk bein til að halda sínu striki á heilsubrautinni og láta blammeringar um skyrát og skokk sem vind um eyru þjóta.

Vertu ein/n af þessum fáu sem standa uppi sem sigurvegarar og leyfðu slenuðum sófakartöflunum að krulla tærnar í skónum yfir þinni staðfestu og dugnaði.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ancelotti svarar eftir afskaplega slæmt tap: ,,Hafa alltaf sýnt mér stuðning“

Ancelotti svarar eftir afskaplega slæmt tap: ,,Hafa alltaf sýnt mér stuðning“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Hvað er skírdagur?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.