fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Innipúkinn hátíð í miðborg Reykjavíkur – Mugison, Svala, JóiP X Króli og fleiri koma fram

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 13:00

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innipúkinn verður haldinn í 17. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Miðasala hófst á föstudag og skipuleggjendur hátíðarhaldanna tilkynntu fyrstu listamennina og hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár.Hátíðin fer að sjálfsögðu að stærstum hluta fram innandyra og það er því engin ástæða til að hafa áhyggjur af veðurspá á Innipúkanum.

Dagskráin í ár er einstaklega glæsileg fjölbreytt, en meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru: Jói P x Króli, Svala, Logi Pedro, GRL PWR (Salka Sól, Elísabet Ormslev, Karitas Harpa, Karó, Stefanía Svavars og Þuríður Blær) og Mugison sem snýr aftur og leikur á hátíðinni eftir margra ára fjarveru.

Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum sem liggja við Naustin í Kvosinni. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 3.-5. ágúst.

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen

Líkt og undanfarin ár er ráðgert að standa fyrir ókeypis götuhátíðardagskrá yfir hátíðardagana í nálægð við tónleikastaðina. „Vonandi verður hægt að loka götunni milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár, en annars er verið að skoða aðra möguleika. Á götuhátíðinni má gera má ráð fyrir gamalreyndum púka-dagskrárliðum á borð við pöbbkviss Innipúkans og árlegum listamarkaði, ásamt plötusnúðum og veitingasölu,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn aðstandenda Innipúkans. „Síðustu ár hefur verið uppselt á Innipúkann – og því um að gera tryggja sér miða í tíma.“

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen

Á meðal þeirra listamanna sem koma fram á Innipúkanum eru:
– Bjartar sveiflur
– Bríet
– GDRN
– Geisha Cartel
– GRL PWR
– Hatari
– JóiPé x Króli
– Logi Pedro
– Mugison
– Prins Póló
– Rari Boys
– Svala
– Sykur
– Une Misère
– Yung Nigo Drippin

Fleiri nöfn verða tilkynnt á næstu vikum.

Miðasala á hátíðina er nú hafin á Tix.is og armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld. Götuhátíðardagskráin sem fram fer yfir daginn er ókeypis og opin öllum.

Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Innipúkinn 2016 Mynd: María Guðjohnsen
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
Matur
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er þetta markvarsla tímabilsins í úrvalsdeildinni? – Sjáðu stórkostleg tilþrif Martinez

Er þetta markvarsla tímabilsins í úrvalsdeildinni? – Sjáðu stórkostleg tilþrif Martinez
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“