Á annan tug uppsagna ljósmæðra taka gildi í dag, en alls hafa 23 ljósmæður sagt upp störfum hjá LSH. Hinar uppsagnirnar taka gildi í október.
Í gær birtu þær ljósmæður sem luku störfum sínum í gær myndir og skilaboð á Facebooksíðum sínum. Myndirnar eru allar samsvarandi: vinnuskór þeirra og starfsmannaskírteini á LSH, auk eftirfarandi skilaboða:
BÚIN AÐ STIMPLA MIG ÚT AF LANDSPÍTLA.
LJÓSMÓÐIR LEGGUR SKÓNA Á HILLUNA!
Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim.
Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.
ÁBYRGÐIN ER RÍKISVALDSINS!!
Síðasta samningafundi ljósmæðra við samninganefnd ríkisins lauk rétt eftir hádegi síðastliðinn fimmtudag. Engin sátt náðist á þeim fundi og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag, 5. júlí næstkomandi.
„Samninganefnd ríkisins lítur svo á, að mér skilst, að viðræður séu á byrjunarpunkti eftir að samningur var felldur. Okkur þýkir þa náttúrulega mjög alvarlegt í ljósi stöðunnarog þess sem á undan er gengið,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra í viðtali við MBL eftir að fundinum lauk á fimmtudag.
Atkvæðagreiðsla er í gangi hjá ljósmæðrum um yfirvinnuverkfall og stendur hún til dagsins í dag. „Atkvæðagreiðslan stendur fram á sunnudag og ef niðurstaðan er sí að félagsmenn samþykkja eins og vilji félagskvenna hefur bent til, þá munum við bera út verkfallsboðun á mánudaginn. Verkfall mun þá að öllum líkindum hefjast um miðjan næsta mánuð,“ segir Katrín Sif.
Nokkrar af ljósmæðrunum bæta persónulegum skilaboðum við.
María Egilsdóttir – „Þegar hurð lokast opnast gluggi segja þeir ! Bless LSH“
Ella Björg Rögnvaldsdóttir – „Ps. þess má geta að LSH kvaddi mig með rúmlega 300 þús kr í laun fyrir júní mánuð. Takk fyrir mig!“
Guðrún Pálsdóttir – „Í 20 ár hefur Landspítalinn verið minn starfsvettvangur. Rétt í þessu stimplaði ég mig út í síðasta skipti. Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu. Draumastarfið. Komið að krossgötum en skv. Íslenskri nútímamàlsorðabók eru krossgötur afdrifarík stund í lífi manns. En þegar ég kom út brosti sólin við mér. Vonandi gefur það fögur fyrirheit. #áframljósmæður#égámigsjálf“
Margrét Unnur Sigtryggsdóttir – „Ljósmóðirin Margrét Unnur komin á hilluna.
Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu!!“
Kristín Helga Einarsdóttir – „Draumastarfið lagt á hilluna, búin að stimpla mig út af LSH“