fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

17 ára piltur borgaði 3 milljónir fyrir hlut í tónlistarhátíð Óla Geirs – „Ekki vera að hella olíu á eld“


Viðskiptafélagarnir tveir, Óli Geir og hinn ungi Jakob.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt útlit er fyrir að tónlistarhátíðin Keflavíkurnætur, sem fór fram dagana 14.-17. júní síðastliðinn, hafi verið rekin með tapi. Einvalalið íslenskra tónlistarmanna lét ljós sitt skína á hátíðinni sem nú var haldin í fimmta sinn. Hátíðin fór fram á völdum stöðum í Reykjanesbæ, meðal annars Ránni, Paddys og H30. Í þeim hópi voru tvímenningarnir í Úlfi Úlfi, Aron Can, Amabadama, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör, SSSÓL og Svala Björgvins, svo einhverjir séu nefndir. Samkvæmt heimildum DV hefur rekstrarniðurstaðan orðið til þess að skugga hefur borið á samstarf aðstandenda hátíðarinnar, þeirra Óla Geirs Jónssonar og Jakubs Polkowski.

Óli Geir komst fyrst í sviðsljósið þegar hann var kosinn Herra Ísland fyrir rúmum tíu árum. Oftar en einu sinni eftir það hefur verið fjallað um viðskiptaævintýri Óla Geirs, nú síðast fyrr á þessu ári þegar hann birti mynd af úri sem mátti skilja að hann hefði hannað en Óli var þá að hasla sér völl í úra-bransanum. Úrið sem Óli birti mynd af og sagðist vera stoltur af mátti svo finna til sölu á vefsíðunni Gearbest og kostaði þar tæplega 30 dollara. Myndin af úrinu var svo fjarlægð.

Óli Geir sakaður um selja ódýr úr sem eigin hönnun: Sjá hér

Óli Geir heldur fram að Jakub hafi leitað til hans í þeim tilgangi að skipuleggja fyrir sig tónlistarhátíð sem hann myndi fjármagna að einhverju leyti. Óli Geir kveðst hafa í staðinn boðið Jakubi að kaupa 50% eignarhlut í áðurnefndri tónlistarhátíð, Keflavíkurnóttum, sem hann var að skipuleggja. Segir athafnamaðurinn að þeir Jakub hafi gert með sér samning þess efnis að Jakub myndi kaupa 50% eignarhlut í hátíðinni fyrir þrjár milljónir króna. Hinum unga Jakubi hafði áskotnast nokkrar milljónir í tryggingafé vegna veikinda og dreymdi um frama í viðskiptalífinu.

Hinir nýtilkomnu viðskiptafélagar gerðu með sér samning um kaupin. Þar kemur fram að Jakub kaupi 50% hlut í hátíðinni fyrir 3 milljónir króna. Athygli vekur að ekkert félag heldur utan um rekstur hátíðarinnar heldur er hún, samkvæmt upplýsingum frá Snorra Birni Sturlusyni, lögmanni Óla Geirs, rekin á kennitölu athafnamannsins Óla Geirs. Jakob gæti því lent í vandræðum, til dæmis með að virðisaukaskatt endurgreiddan og fleira til.

Annað sem vekur athygli við kaupsamninginn er að hann er dagsettur 6. febrúar 2018 en þá var Jakob aðeins 17 ára gamall og því ekki enn orðinn fjárráða. Hann átti ekki 18 ára afmæli fyrr en í byrjun mars. Samningurinn var síðan vottaður af tveimur vottum, meðal annars kærustu Óla Geirs. Samninginn mætti túlka á þann veg að Jakob hafi í raun ekki keypt neitt því eina sem er til staðar í samningnum er kennitala Óla Geirs. Jakub er eins og áður segir aðeins 18 ára. Hann heldur úti snappi þar sem hann púar vape af miklum móð. Snappið er nokkuð vinsælt og kallar Jakub sig Vapelord Polkowski.

Jakob heldur úti snappi þar sem hann púar vape af miklum móð. Snappið er nokkuð vinsælt og kallar Jakub sig Vapelord Polkowski. Skjáskot af YouTube.

DV hafði samband við lögfræðings Óla Geirs vegna málsins. Tjáði hann blaðamanni að dagsetning samningsins væri röng og að Jakub myndi senda póst á blaðamann til að staðfesta að hann hafi skrifað undir samninginn 20. mars og að greiðsla hafi átt sér stað sama dag. Rétt er að geta þess að á samningum kemur fram að einn votturinn skrifar undir 3. mars 2018 þegar Jakub er enn aðeins 17 ára gamall.

Jakob sendi síðan DV yfirlýsingu þar sem stóð: „Ég Kuba Polkowski  keypti 50% í keflavikrnóttum fyrir 3 milljónir þann 20 mars þegar ég var orðin 18 ára gamall og er sáttur með kaupin. Eg vill ekki að það verður skrifað frétt um hatiðina mina.“

Þar sem hátíðin er nýlega yfirstaðin þá liggur endanlegt uppgjör ekki fyrir. Þó bendir flest til þess, samkvæmt heimildum DV, að tap hafi orðið af hátíðinni. Jakub varð ekki sáttur með þá niðurstöðu og leitaði skýringa hjá Óla Geir.

Eins og áður segir bendir margt til þess að Jakub hafi aðeins verið 17 ára gamall þegar kaupsamningurinn var gerður. Hann hafði áður staðfest í samtali við DV að málið væri komið til lögfræðings. Aðspurður um hvort hann hefði lánað Óla Geir pening svaraði Jakub:  „Sagan er rétt.“ Aðspurður um hvort þeir Óli Geir stæðu í deilum vegna málsins svaraði hann játandi. Hann bætti því við að hann væri á leið að hitta lögfræðing vegna málsins. Eftir að Jakub hafði rætt við sinn lögfræðing var komið annað hljóð í strokkinn og skömmu síðar barst enn ein yfirlýsingin: „Ég vissi allveg að ég væri að kaupa mér 50% í hátíðinni ekki lána Óla Geir pennig og ég. Hef ekki sagt við blaðamannin að ég lánaði Óla Geir penning ég sagði það ekki.“

Þá hafði lögfræðingur Jakubs samband við DV og ítrekaði að ekki væri um lán að ræða og unnið væri í að leysa úr ágreiningi eigendanna. Jakub hafði leitað til  lögfræðings í vikunni því hann var ósáttur og taldi á sér brotið.

Samkvæmt upplýsingum frá Snorri Birni Sturlusyni, lögmanni Óla Geirs, stendur yfir vinna við að gera upp viðskiptin. „Óli Geir bauðst til að borga sjálfur tapið á hátíðinni í ár til þess að sýna lit og koma vel fram við Jakub. Hann hefur einnig boðist til þess að kaupa til baka 50% eignarhlut Jakubs í hátíðinni á sama verði og Jakub borgaði fyrir hlutinn,“ segir Snorri Björn í skriflegu svari til DV. „Þetta eru einfaldlega viðskipti milli tveggja einstaklinga en svona viðskipti eiga sér stað á hverjum degi,“ segir lögmaðurinn enn fremur.

Félagarnir skelltu sér í myndatöku fyrir utan heimili Jakubs í gær.

DV hafði samband við Óla Geir sem vildi lítið tjá sig um málið. „Ég vil biðja þig um að vera ekki að setja olíu á einhvern eld. Ekki vera að blása upp þvælu,“ sagði Óli áður en hann sleit símtalinu.

Þegar hluteigandi var ljóst að fjallað yrði um málið birtu Óli Geir og Jakub skömmu síðar mynd af sér saman á planinu fyrir utan hús þess síðarnefnda þar sem þeir þakka fyrir ánægjulega hátíð. Með þessari mynd vilja eigendurnir tveir, viðskiptafélagarnir, meina að allt leiki í lyndi, þrátt fyrir að vera með sitt hvorn lögfræðinginn að vinna í málinu, og að sátt hafi náðst í málinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óli Geir  lendir í vandræðum eftir að hafa skipulagt  tónlistarhátíð. Í upphafi ársins 2014 var Óli Geir  úrskurðaður gjaldþrota í kjölfar taprekstur á tónlistarhátíðarinni Keflavík Music Festival. Hátíðin vakti mikla athygli og umtal en fjölmargir listamenn, sem koma áttu fram á hátíðinni, gagnrýndu skipulag hennar og framkvæmd.

„Sannleikurinn er sá að hátíðin kom út í 30 milljónum í mínus. Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu,“ sagði Óli Geir í tengslum við málið á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“