fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Þorsteinn Guðmundsson: „Við erum að hræða unglingana okkar“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júlí 2018 09:39

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Guðmundsson hefur verið einn ástsælasti grínisti landsins síðan hann sló í gegn í þáttunum Fóstbræður, sem sýndir voru á Stöð 2 árin 1997 til 2001. Þorsteinn hefur komið víða við í leiklist, uppistandi, þáttagerð og fleiru. Nú hefur hann breytt um stefnu, menntað sig í sálfræði og starfar við nýstofnaðan bataskóla, sem fólk sem glímt hefur við andleg veikindi og aðstandendur þeirra sækja.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Erum að hræða unglingana okkar

Geðheilbrigðismál hafa verið mikið til umræðu undanfarin tvö eða þrjú ár, sérstaklega í tengslum við þunglyndi og kvíða og hátt hlutfall sjálfsvíga hjá ungum mönnum og drengjum. Þorsteinn segir mikla vakningu vera að eiga sér stað meðal almennings.

„Ég finn að fólk sem ég ræði við hefur almennan áhuga á þessum málum og fordómarnir gagnvart geðsjúkum fara sífellt minnkandi. Margt hér á landi er mjög vel gert en það vantar meira fjármagn. Það er til dæmis ekki í lagi að loka geðdeildum hérna á sumrin. Alls ekki í lagi og við eigum ekki að láta það spyrjast út. Einnig vantar ákveðið framhald fyrir fólk sem veikist alvarlega. Þetta er stórt samfélagslegt mál sem allir verða að taka saman höndum til að laga. Og eins og ég segi þá eru skrýtnir hlutir að gerast hjá unga fólkinu.“

Hvað telur þú að sé að gerast þar?

„Fólk hefur verið að kenna samfélagsmiðlunum um en ég held að þetta sé stærra mál. Ef að unglingarnir okkar eru kvíðnir þá er ástæða fyrir því. Sú ástæða er yfirleitt sú að þeir horfa til framtíðar og á þjóðfélagið og hugsa: „Vá! Þetta er eitthvað sem ég á ekki eftir að ráða við.“ Kvíði er alltaf fyrir einhverju og ástæðulaus kvíði er sjaldgæfur. Þegar svona margir eiga í hlut þá er einhver ástæða fyrir þessum kvíða og við fullorðna fólkið erum að gera eitthvað vitlaust. Ég held að við séum að láta þetta þjóðfélag líta erfiðara út en það er í raun. Við erum alltaf að rífast og mikil neikvæðni í gangi. Ofan á það bætist lífsgæðakapphlaupið og samkeppnis- og keppnisandi á öllum stöðum. Allir eru sífellt að mæla það hvort þeir séu nógu góðir fyrir þetta eða hitt í stað þess að fólk fái frið til að melta og vera eins og það er. Við erum að hræða unglingana okkar.“

Hvað gerum við þá?

„Lausnin er ekkert endilega fólgin í fleiri pillum eða sálfræðitímum, sem er þó vöntun á, heldur að við breytum þjóðfélaginu og gerum þeim lífið aðeins auðveldara. Við sjáum til dæmis mikla kulnun í starfi hjá kennurum og aukinn kvíða hjá unglingum, hópar sem eyða miklum tíma saman og kannski gæti þar verið samhengi á milli. Það að ungir drengir loki sig af og spili tölvuleiki út í eitt gæti hugsanlega verið afleiðing af vandamálinu en ekki orsökin að hluta til. Við þurfum að byrja á forvörnum og laga aðstæðurnar áður en við byrjum að framleiða geðsjúkdóma. Síðan verðum við að forgangsraða rétt í kerfinu okkar því að það er til nóg af peningum. Fyrir þá sem hugsa aðeins út frá peningum þá er líka mjög dýrt að leyfa fólki að veikjast, alveg fáránleg bissness-hugmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“