NBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Kevin Bowcutt, hjá Boeing, að fólk vilji að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig og verið sé að mæta þeim kröfum.
En það er langt í að flugvélar þessar tegundar hefji sig á loft að sögn Bowcutt en hann sagði að það verði ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár. Hægt verður að nota vélina bæði til hernaðar og í farþegaflug.
Concorde flugvélar voru notaðar í flug yfir Atlantshafið á árunum 1976 til 2003 en þær náðu allt að 2.300 km/klst. Notkun þeirra var þó hætt eftir að vél þessarar tegundar fórst í Frakklandi.
Það verður svipað að fljúga í nýju vél Boeing og í þeim flugvélum sem við þekkjum í dag að sögn Bowcutt. Hraðinn verður þó miklu meiri og auk þess munu vélarnar fljúga í rúmlega 27 kílómetra hæð yfir jörðu en venjuleg flughæð farþegaþota er 9 til 12 km yfir jörðu. Í svo mikilli hæð munu farþegar geta séð að jörðin er hnattlaga og fyrir ofan munu þeir sjá kolsvartan geiminn að sögn Bowcutt.