fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Ný flugvél frá Boeing getur flogið frá Lundúnum til New York á tveimur klukkustundum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. júlí 2018 20:30

Teikning af nýju vélinni. Mynd:Boeing

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að smíða flugvél sem nær allt að 6.000 km/klst. Vélin mun þá geta flogið frá Lundúnum til New York á aðeins tveimur klukkustundum í stað þeirra átta klukkustunda sem þetta flug tekur að jafnaði í dag. Flugvélin mun ná allt að fimmföldum hljóðhraða en hefðbundnar flugvélar fljúga á um 900 km/klst.

NBC skýrir frá þessu. Haft er eftir Kevin Bowcutt, hjá Boeing, að fólk vilji að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig og verið sé að mæta þeim kröfum.

En það er langt í að flugvélar þessar tegundar hefji sig á loft að sögn Bowcutt en hann sagði að það verði ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár. Hægt verður að nota vélina bæði til hernaðar og í farþegaflug.

Concorde flugvélar voru notaðar í flug yfir Atlantshafið á árunum 1976 til 2003 en þær náðu allt að 2.300 km/klst. Notkun þeirra var þó hætt eftir að vél þessarar tegundar fórst í Frakklandi.

Það verður svipað að fljúga í nýju vél Boeing og í þeim flugvélum sem við þekkjum í dag að sögn Bowcutt. Hraðinn verður þó miklu meiri og auk þess munu vélarnar fljúga í rúmlega 27 kílómetra hæð yfir jörðu en venjuleg flughæð farþegaþota er 9 til 12 km yfir jörðu. Í svo mikilli hæð munu farþegar geta séð að jörðin er hnattlaga og fyrir ofan munu þeir sjá kolsvartan geiminn að sögn Bowcutt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Í gær

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára