fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Stranger Things snýr aftur

Netflix staðfestir að önnur þáttaröðin fari í loftið á næsta ári

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 13:28

Netflix staðfestir að önnur þáttaröðin fari í loftið á næsta ári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix hefur staðfest að önnur þáttaröð verði gerð af þáttunum Stranger Things. Þættirnir slógu rækilega í gegn í sumar og eru raunar í hópi bestu þátta sem gerðir hafa verið samkvæmt IMDB.com.

Þættirnir segja frá ungum dreng í litlum smábæ sem hverfur sporlaust inn í aðra vídd okkar heims og leit móður hans, vina og annarra í bænum að sannleikanum um hvarf hans. Þættirnir hafa á sér dulúðlegan og yfirnáttúrulegan blæ og það virðast áhorfendur hafa kunnað að meta. Fjölmargar vísanir eru í verk eftir til dæmis Stephen Spielberg og Stephen King í þáttunum.

Netflix staðfesti á Twitter-síðu sinni nú í hádeginu að önnur þáttaröðin fari í loftið árið 2017.

Mennirnir á bak við þættina, bræðurnir Matt og Ross Duffer, höfðu áður látið hafa eftir sér að önnur þáttaröðin væri komin á teikniborðið, þó Netflix hafi ekki staðfest eitt eða neitt, fyrr en nú. Munu atburðirnir í annarri þáttaröðinni tengjast atburðunum í þeirri fyrstu, að einhverju marki að minnsta kosti.

„Fyrsta þáttaröðin gerðist á sex eða sjö daga tímabili – sem er mjög skammur tími. Hugmyndir okkar með annarri þáttaröðinni er að leiða í ljós og skoða afleiðingar og eftirmál þeirra atburða sem gerðust í fyrstu seríunni,“ sagði Matt við fjölmiðla fyrir skemmstu.

Sýnishorn úr fyrstu seríunni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024