HK 1-0 Fram
1-0 Árni Arnarson(26′)
HK er komið á toppinn í Inkasso-deild karla en liðið mætti Fram í fyrsta leik 9. umferðar í kvöld.
HK var fyrir leikinn tveimur stigum á eftir toppliði ÍA en bæði lið eru þó taplaus í sumar.
Aðeins eitt mark var skorað í leik kvöldsins og það gerði Árni Arnarson fyrir HK í fyrri hálfleik.
HK er nú með eins stiga forskot á ÍA sem á leik til góða ne Fram situr í sjötta sætinu með 11 stig, tíu stigum frá toppnum.