fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fókus

Klám, „splatter“ og trúarbrögð í teiknimynd

Sausage Party

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 27. ágúst 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ja hérna hér. Það er eiginlega ekki annað hægt að segja um þessa mynd. Maður ímyndar sér að Seth Rogen og vinir hans hafi fengið sér vel í pípu þegar þeir fengu hugmyndina, sem snýst í stuttu máli um vörur í stórmarkaði sem allar eru gæddar skynjun. Pulsurnar eru strákar og brauðin stelpur, sem er augljós brandari en tekinn svo langt að hann verður fyndinn.

Á einhvern undarlegan hátt fangar pulsupartíið þá Trump-tíma sem við lifum betur en margar aðrar myndir.

Við erum hér komin ansi langt frá teiknimyndum Disney. Myndin er bæði „splatter“-mynd og klámmynd, en með matvörur í öllum aðalhlutverkum með vessa sem leka í allar áttir. Hver einasta persóna er steríótýpa, súrkálin eru nasistar, tabaskósósurnar eru svo miklir Mexíkanar að sumir vilja vafalaust byggja múr í kringum þá og hér eru jafnvel arabi og gyðingur sem eru alltaf að rífast. Í kringum þetta tekst svo að tvinna endalausa orðaleiki sem eru flestir ágætir.

Ofan á allt er boðskapurinn þó mikilvægur. Trúarbrögðin eru til þess fallin að láta fólk sætta sig við vonlausa stöðu í stað þess að reyna að breyta henni. Og jafnvel þó að maður sjái í gegnum þau dugir ekki að segja öðrum hvað þeir eru vitlausir, heldur á að ganga á undan með góðu fordæmi og færa rök fyrir máli sínu.

Í raun hefði þetta alveg gengið upp sem barnvænleg Pixar-mynd með heimspekilegu ívafi, en í staðinn er farin sú leið að raða inn blótsyrðum og klúrum bröndurum. Sem er ágætt líka. Á einhvern undarlegan hátt fangar pulsupartíið þá Trump-tíma sem við lifum betur en margar aðrar myndir. Og tekst að gera eitthvað nýtt í leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Í gær

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live
Fókus
Fyrir 4 dögum

Agnarsmá sundföt Sunnevu Einars enn og aftur skotspónn brandara

Agnarsmá sundföt Sunnevu Einars enn og aftur skotspónn brandara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þegar Jósu var tilkynnt að hún væri með krabbamein hitti hún heilara sem sagði að hún hefði val – Batinn þótti hálfgert kraftaverk

Þegar Jósu var tilkynnt að hún væri með krabbamein hitti hún heilara sem sagði að hún hefði val – Batinn þótti hálfgert kraftaverk
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikstjórinn dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum yfir 200 milljarða í bætur

Leikstjórinn dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum yfir 200 milljarða í bætur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir Biöncu Censori ber að ofan í hringiðu drama með Kanye West

Systir Biöncu Censori ber að ofan í hringiðu drama með Kanye West