fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Rikki Cueller – Topp 10: „Afsakið piltar en ég á ekkert með Sepultura, bara hús”

Guðni Einarsson
Fimmtudaginn 28. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharður Óli Cueller, einnig þekktur sem RIX, er meðal vinsælustu plötusnúða landsins en hann sérhæfir sig í að spila tónlist þá er kennd er við hús.

Guðni Einarsson forvitnaðist aðeins um uppáhalds lögin hans þessa dagana og sitthvað fleira sem tengist plötusnúðastarfinu.

Uppáhalds tónlistarmaður/plötusnúður?

Dj Frímann hefur verið minn uppáhalds frá því ég var 18 ára. Fyrir mér hefur hann það allt. Flæðið, tæknina, yfirvegun, 30+ ár af reynslu. Hann er sá besti.

Uppáhalds skemmtistaður, afhverju?

Fyrir mig er það Kaffibarinn, það er enginn staður sem skapar jafn sérstaka 101 strauma. Svo þekkir maður líka alla svo þetta er bara eins og að koma heim. Ást!

Hver er dj’búnaðurinn þinn?

Pioneer DJ alla leið! DJM-900NXS2 mixer og 3x CDJ-2000NXS2 spilarar.

Hvað er það sem veitir þér innblástur?

Fyrir mér snýst þetta allt um hústónlistina. Hún er alltaf að þróast og breytast. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt.

Hvenær hófst áhuginn á því að plötusnúðast?

Áhuginn byrjaði í 8. bekk þegar maður var að mæta á opið hús og dansa við Prodigy og Chemical Brothers. Að vissu lét ég ekki verða af drauminum fyrr en eftir tvítugt. Aldrei of seint krakkar!

Hvað er versta giggið þitt?

Það koma nokkur upp í huga og flest snemma á ferlinum. Ég ætla segja þegar ég var gabbaður í að DJa á undan rokk tónleikum á Amsterdam: „Afsakið piltar en ég á ekkert með Sepultura, bara hús!”

Rikki Cueller – Topp 10

  1. &ME, Rampa, Adam Port – Muyé (Black Coffee Remix)
  2. Subb-an, Isis Salam – Self Control (Original Mix)
  3. Stacey Pullen – Get Loose (Original Mix)
  4. Kevin Yost – Ask (Original Mix)
  5. Ray Okpara – Take Me Back (Daniel Sanchez & Kled Baken ‘Konnect’ Remix)
  6. Atjazz – Track 4 (Mix 1)
  7. Red Axes – Sun My Sweet Sun (Konstantin Sibold Afro Tech Mix)
  8. Sebo K – Spirits feat. Max Moya (Drum Version)
  9. Nick Curly – Who Made Who (Original Mix)
  10. Anbuley, Auntie Flo – Waiting For A (Woman) feat. Anbuley (The Revenge Rework | Dixon Beat Edit)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar