Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 19. sæti LET Evrópumótaröðinni en að þessu sinni var keppt í Tælandi.
Valdís var í 33. sæti fyrir lokahringinn á pari vallar samtals en hún lék lokahringinn á -2 eða 70 höggum (71-71-74-70). Kanyalak Preedasuttijit frá Tælandi sigraði á þessu móti á -15 samtals.