Garðaþjónusta E Sæland ehf.
Mikið hreinsunarstarf og fegrunarvinna á sér stað í görðum og öðrum grónum svæðum höfuðborgarsvæðisins. Garðaþjónusta E Sæland ehf. er meðal þeirra aðila sem eru atorkusamir á þessu sviði. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur verið töluverður uppgangur í starfseminni. „Fyrst vorum við bara í þessari grænu vinnu, eins og ég kalla hana, en núna er um við líka komnir út í hellulagningu og hleðslur,“ segir Eiríkur Ómar Snæland, stofnandi fyrirtækisins, en hann rekur það í samvinnu við son sinn.
Beðahreinsun og garðsláttur eru fyrirferðarmiklir þættir í starfseminni í sumar en þessu göfuga hreinsunarstarfi sinna um fjórir ungir sumarstarfsmenn fyrir Eirík, ungir skólapiltar sem líkar vel að vinna úti undir beru lofti eftir veturlanga
setu á skólabekk. Eiríkur segir að sumarið hafi verið mjög hagstætt og betri en síðustu sumur: „Það hefur viðrað vel í sumar og sumarið hófst líka mánuði fyrr en undanfarin sumur.“ Hann segir að beðahreinsun sé eingöngu handavinna en margvísleg vélknúin tæki koma hins vegar við sögu í öðrum verkefnum: „Við reynum að hreinsa þetta eins vel og við mögulega getum og ef beðin eru slæm bætum við oft mold í þau,“ segir Eiríkur.
Sláttuvélar, sláttuorf og garðklippur eru meðal þeirra vélknúnu tækja sem Eiríkur og hans fólk notar við störf sín. Einnig er notast við vélknúin tæki við hellulagningu, t.d. jarðvegsþjöppur.
Garðaþjónusta E Sæland þjónustar allt í senn heimili, húsfélög og fyrirtæki. Á sumrin kveður mest að beðahreinsun,garðslætti og hellulagningu en á haustin og veturna fara trjáklippingar og trjáfellingar að koma sterkar inn en fólk lætur gjarnan fella tré sem byrgt hafa útsýni um sumarið þegar vetur gengur í garð.
Þrátt fyrir að nú sé komið inn í ágúst segir Eiríkur ekkert lát vera á verkefnum enda viðrar enn vel á landsmenn og margir vilja enn koma því í verk að hreinsa og snyrta sitt nánasta umhverfi.
Til að nýta sér þjónustuna er best að senda fyrirspurn á netfangið eirikur_omar@hotmail.com eða hringja í símanúmer 848-1723.