Þjóðin hefur farið hamförum á Twitter síðustu daga og hreinlega dælt út skemmtilegum tístum. Eins og gefur að skilja var umræðan um HM og Rúrik Gísla hávær á Twitter í vikunni en sem betur fer var aldrei langt í grín og glens.
Við tókum saman vikuna á Twitter og þar kennir ýmissa grasa – eins og ávallt. Gjörið svo vel.
Ef maður útskrifast úr menntaskóla fær maður stúdentshúfu en ef maður útskrifast úr skóa lífsins fær maður glóðurauga
— Siffi litli kjeeellll (@SiffiG) June 18, 2018
Ég vona að gellan sem tók sig til og PISSAÐI á gólfið við barinn á b5 í gær sé á feitum bömmer í dag…. já það var pissað á mig á djamminu í gær
— Þórhildur Gyða (@torii_96) June 17, 2018
Spáir tíu stigum og sól á morgun.
Ég ætla í sund, upp á Esjuna, í Hljómskálagarðinn, í Nauthólsvík, keyra hringinn um landið, kaupa bragðaref, tana, drekka mig fullan af hvítvíni, grilla og brenna á nefinu.— Björn Leó (@Bjornleo) June 19, 2018
Það er BONGÓ!
— Er Bongó ? (@erbongo) June 20, 2018
Ég í gær vs ég núna pic.twitter.com/SeHPTJUAam
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) June 20, 2018
Íslenska veðrið pic.twitter.com/ru5M2PKzef
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) June 20, 2018
Íslenski sumardagurinn. Hitinn undir 10 gráðum. Hvasst. Í öðrum löndum héldi fólk sig inni. Við: í garðinum ber að ofan að grilla og tana
— Árni Helgason (@arnih) June 20, 2018
Það er svo mikill sjúkdómur að vera Íslendingur stundum. Sit núna inni skaðbrunnin eftir eina sólardag sumarsins en ég sé ekki eftir neinu.
— María Björk (@baragrin) June 20, 2018
viljiði ekki bara ríða þessum regnboga?
— Berglind Festival (@ergblind) June 20, 2018
Sem kyntákn til margra ára segi ég: Við Rúrik erum ekki kjötflykki, við erum manneskjur.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) June 19, 2018
Úr 36k followers á Insta í 255k á innan við sólarhring ?
Öll heimsbyggðin að hrista sig yfir honum! Eðlilega!#FellowModel pic.twitter.com/rQty0ibMJZ
— Egill Einarsson (@EgillGillz) June 17, 2018
það er búið að hm-væða allt svo ég er að bíða eftir hm-smokkunum.
“settu einn hannes á þig áður en þú skorar, en vertu viss um að það kemst ekkert í gegn”
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) June 17, 2018
Þegar þú hugsar um næstu leiki hjá Íslandi. pic.twitter.com/Lluo2vea09
— Arnar Már Guðjónsson (@addari) June 18, 2018
35 stiga hiti í Volgograd? Spurning hvort það ætti þá ekki frekar að heita Steikjandihitógrad? HA? HAHAHAHAHAHAHAHAHA! pic.twitter.com/wctlq9wiYW
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) June 18, 2018
Bara að làta ykkur vita að það eru sko alveg latino píur líka búnar að followa mig á Instagram eftir að ég setti þessa mynd inn. pic.twitter.com/eMYbk1HefR
— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 18, 2018
Ég blankur: Kaupi ódýrasta hnetusmjörið í krónunni þótt mér þyki það vont.
Ég ríkur: Versla bara í hagkaup á kvöldin því þá þarf ég ekki að umgangast fólk og þar er meira úrval af góðum ostum. 7.000 fyrir þessa fjóra hluti? Ekkert mál. Nei, vil ekki afrit.
— Villi (@villivillain) June 19, 2018
Þetta er mikið áfall. Virðist hafa tapað 3-0 fyrir Estefaniu. Græt mig í svefn ? #hmruv pic.twitter.com/zGpsnaVWmR
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 19, 2018
Þegar þú veist að barnsfaðir þinn er einhver í íslenska hópnum á HM en manst ekki hvað hann heitir pic.twitter.com/tFdfCxAxfI
— Arnór Gunnar (@arnorgg) June 18, 2018
Björn Leifsson og viðskiptavinur í World Class berjast með priki (colorized) pic.twitter.com/qAeLc2hE1R
— gunnare (@gunnare) June 19, 2018
Er þetta lampi eða ekki? Ég skil ekki svona kaldhæðni #not pic.twitter.com/yRX8Abpi5L
— Valtýr Örn (@valtyrorn) June 19, 2018