fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Gunnar Bjarni krabbameinslæknir fékk sjálfur krabbamein: „Fékk skýrari sýn á lífið“

Auður Ösp
Föstudaginn 26. ágúst 2016 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumir hafa jafnvel lýst þessum tíma sem „besta tíma lífs síns“, því þá skilur fólk hvað það er sem skiptir raunverulega máli og nýtur þess“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítalans en hann greindist með heilakrabbamein í fyrra. Meðferð við meininu reyndist þó árangursrík og kveðst Gunnar í samtali við Morgunblaðið hafa fengið skýrari sýn á lífið og hvað hann vildi áorka í kjölfar þess hafa greint með sjúkdóminn.

„Það sem einkennir gjarnan þá sem greinast með krabbamein er að þeir fá skýrari sýn á það sem skiptir mestu máli í lífinu, það er að njóta stundarinnar með fjölskyldu og vinum í sátt við sjálfan sig og aðra og hvað efnisleg gæði eru í raun ómerkileg þegar á hólminn er komið. Þeir sem ná sér vel eftir greiningu og meðferð tala oft um endurfæðingu,“ segir Gunnar.

Hann segir einn vaxtarbroddunum í meðhöndlun krabbameina í dag vera virkjun ónæmiskerfisins. Í framtíðinni verði að öllum líkindum hægt að breyta ólæknandi tegundum krabbameins í langivnna sjúkdóma sem hægt verður að halda í skefjum með viðeigandi meðferð.

Hann kveðst jafnframt taka það inn á sig í starfi sínu sem krabbameinslæknir að horfa upp á einstaklinga berjast við hinn illvíga sjúkdóm, og í sumum tilfellum lúta í lægra haldi.

„Að sjálfsögðu getur það tekið á að sjá fólk deyja frá ástvinum, tala ekki um ef viðkomandi á ung börn. Mér finnst þó erfiðast ef samskiptin hafa einhverra hluta ekki gengið vel og fólk er ekki sátt við þá þjónustu sem því var veitt.

Við höfum þó á svo frábæru starfsfólki að skipa á krabbameinsdeildunum að sem betur fer eru langflestir ánægðir með þjónustuna og það er jafnframt mjög gefandi, í rauninni forréttindi, að vinna við það að hjálpa öðrum að líða betur og komast í gegnum erfið tímabil með sem mestri reisn,“ segir hann og bætir við að þó að sjúkdómurinn geti leitt til dauða þá fái það fólk til að sjá lífið í nýju ljósi. „Sumir hafa jafnvel lýst þessum tíma sem „besta tíma lífs síns“, því þá skilur fólk hvað það er sem skiptir raunverulega máli og nýtur þess.

Það má ekki gleyma því að flestir sem greinast með krabbamein geta lifað lengi með krabbameinið eða það er læknað. Það er að sjálfsögðu mjög gefandi að vera þátttakandi í því ferli. Það má því segja að það jákvæða vegi upp erfiðu stundirnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Í gær

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald