Fimm íslenskir lögreglumenn eru þessa daga staddir á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í Rússlandi. Þetta er í annað sinn sem embætti ríkislögreglustjóra sendir lögregluþjóna á stórmót í fótbolta en fyrir tveimur árum sendi embættið lögreglumenn á Evrópumótið í Frakklandi.
Hópurinn sem sendur var í verkefnið samanstendur af þremur konum og tveimur körlum. Tveir þeirra vinna í bækistöðvum í alþjóðlegri stjórnstöð í Moskvu á meðan hinir þrír ferðast á milli leikstaða Íslands.
Hópurinn hefur verið duglegur að sýna frá verkefnum sínum á Instagram-síðu Ríkislögreglustjóra en af myndunum að dæma eru verkefnin ólík. DV tók saman nokkrar myndir sem hópurinn hefur deilt með fylgjendum sínum.
https://www.instagram.com/p/BkANTUYATb4/?taken-by=rikislogrstj
https://www.instagram.com/p/BkDHvOrgOW1/?taken-by=rikislogrstj
https://www.instagram.com/p/BkNuVJqgwDi/?taken-by=rikislogrstj