fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 05:08

Hvolpurinn á dýraspítalanum. Mynd:sohaykodernegi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa pyntað hvolp og skorið allar fæturna af honum auk skottsins. Síðan skildi maðurinn hvolpinn eftir úti í skógi. Myndir af hvolpinum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Málið hefur einnig ratað inn í kosningabaráttuna þar í landi en Tyrkir kjósa sér forseta á sunnudaginn.,

Hvolpurinn, sem var aðeins mánaðargamall, fannst í skógi í Sapanca í Sakarya héraðinu. Honum var strax komið til dýralæknis sem reyndi að bjarga lífi hans en hvolpurinn drapst tveimur dögum síðar af völdum hinna alvarlegu áverka.

Erdogan, sem sækist eftir endurkjöri sem forseti, sagði á kosningafundi á sunnudaginn að lögreglan hafi handtekið mann vegna málsins og bætti við að hann ætli að skoða mál er varða dýravelferð í Tyrklandi betur. Það verði að leggja mat á hvort lög og reglur séu nægilega góðar.

Bektug Ciftici, dýralæknirinn sem annaðist hvolpinn, sagði fréttastofunni Dogan að áverkar hvolpsins bentu til að fæturnir hafi verið höggnir af honum með beittum hlut á borð við öxi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann